Quantcast
Channel: Samfélagið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121

Loðna, nóbelsverðlaun og umhverfissálfræðipistill

$
0
0
Fréttir af góðu ástandi loðnustofnsins hafa kætt marga enda mikil verðmæti í húfi. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til veiðar á meira en 900.000 tonnum af loðnu fiskveiðiárið 2021-2022. Það er margfalt meiri veiði en undanfarin ár. Þorsteinn Sigurðsson er forstjóri Hafrannsóknastofnunar, við tölum um þetta og fleira við hann. Nóbelsverðlaunum er útdeilt í allar áttir þessa dagana og í læknisfræði fóru þau til tveggja manna sem uppgötvuðu hvernig líkaminn nemur hita, kulda og þrýsting. Þetta eru víst stórmerkileg vísindi og uppgötvanir, sérstaklega þegar kemur að þekkingu okkar á sársauka, helstu ástæðu þess að fólk leitar jú til læknis. Pétur Henry Peterson prófessor í taugalíffræði útskýrir þessi mál fyrir okkur. Svo í lok þáttar kemur umhverfissálfræðingur Páll Líndal Jakobsson til okkar með sinn reglulega pistil.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121