Silja Björk, rekstarstýra Barr kaffihús í Hofi á Akureyri: Silja hefur tekið upp á því að útbúa matarpakka úr matvælum sem verða afgangs á kaffihúsinu og skilja eftir fyrir utan kaffihúsið fyrir þá sem þurfa á því að halda. Þessu hefur verið vel tekið, matarpakkarnir hafa allir verið farnir að morgni dags. Silja segir allt of mikla matarsóun eiga sér stað innan veitingahúsageirans, í kaffihúsum og bakaríum og vildi leggja sitt af mörkum. Hún bendir á að mögulega sé þörf á samstarfsvettvangi eða miðstýringu frá hinu opinbera til að koma hráefni sem annars yrði hent í betri farveg. Rannsóknir sýna að um þriðjungar allra matvæla sem er framleidd og keypt sé hent. Stefán Pálsson sagnfræðingur: Voru kosningarnar um síðustu helgi sögulegar? Fyrstu úrslit bentu til þess, þegar leit út fyrir að konur væru í meirihluta á Alþingi. Svo var talið aftur í Norðvesturkjördæmi eftir að mistök komu í ljós - og nú er það Alþingis að ákveða hvort úrslitin standa eða hvort fara þurfi í uppkosningar í kjördæminu. Stefán rifjar upp kosningasöguna og fer yfir ýmislegt sem hefur misfarist í kosningum. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir: vísindaspjall um æxli og æxlisbælingargen.
↧