Quantcast
Channel: Samfélagið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121

Talningafólk, jafnrétti, kosningaskjálfti og fyrsti jarðfræðingurinn

$
0
0
Flest allir landsmenn eru með hugann við talningar, það er að segja atkvæðatalningar, sem hafa verið aðalatriði frétta síðustu daga. Eitt sem við hér í samfélaginu höfum komist að er að það er kúnst að telja. Þess vegna reyna kosningastjórnir að fá til þess verks sérhæft fólk, sem kann á pappír, er með næma fingurgóma og góðan heila. Við fræðumst hér á eftir um besta talningafólkið. Þórir Haraldsson er formaður yfirkjörstjórnar í suðurkjördæmi. Við ætlum svo að tala við Tatiönu Latinovic, formann Kvenréttindafélags Íslands en það góða félag sendi frá sér ályktun í gær vegna endurtalningar á atkvæðum í Alþingiskosningunum, sem leiddi til þess að konum fækkaði um þrjár frá fyrri talningu og konur voru ekki lengur meirihluti þingmanna. Vonbrigði, segir Kvenréttindafélagið og ítrekar kröfu um að flokkarnir tryggi jöfn kynjahlutföll. Við sáum fréttir af því í gær að verð á hlutabréfum hefði hækkað verulega í Kauphöllinni eftir að hafa lækkað nokkuð dagana á undan. Kosningaskjálfti er hugtakið sem notað var til að skýra þessar sveiflur. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka ræðir þetta við okkur. Merkasti jarð- og náttúrufræðingur sem Íslendingar hafa átt lést fyrir 100 árum síðan. Þetta var Þorvaldur Thoroddsen, sem ferðaðist um land allt rannsakaði það og skrifaði um uppgötvanir sínar - í lok þáttar fáum við Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðing á Náttúruminjasafninu til okkar.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121