Margrét Helga Guðmundsdóttir UST: Í nýju uppgjöri staðbundins iðnaðar og flugrekenda í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir kemur í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda í flugi jókst um 13 prósent milli 2016 og 2017. Margrét fer yfir þróunina. Edward Huijbens prófessor HA: Ræðir um ferðamál á Íslandi, stöðu þeirra í dag og nauðsynlega þróun framundan. Friðrik Páll: Byssueign Bandaríkjamanna er gríðarleg, meira en 300 milljón byssur eru þar í umferð. Skólar eru smám saman að breytast í virki, og ekki eru allir sáttir við þá þróun.
↧