Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennaeri Akureyri: Helga birti grein í Vikudegi þar sem hún sendi starfsfélögum sínum ábendingar um hvernig þeir geti passað uppá að vinnan rúmist innan vinnutíma. Grunnskólakennari sem vinni í mörg ár umfram lögboðinn vinnutíma brenni út. Pétur Halldórsson kynningarfulltrúi Skógræktar ríkisins: Gengið með honum um Kjarnaskóg við Akureyri og fræðst um uppbyggingu á svæðinu og nytsemi skógarins. Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir: Þau segja frá Klassíkinni okkar, þar sem hlustendur hafa valið perlur til flutnings á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar nk. föstudag.
↧