Ármann Jakobsson prófessor: Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hafnaði tillögum nafnanefndar um ný götuheiti á lóð Landspítala við Hringbraut. Af vþí tilefni er rætt við Ármann sem situr í nafnanefnd um nafngiftir nýrra gatna í Reykjavík. Heiða Björg Pálmadóttir settur forstjóri Barnaverndarstofu og Páll Ólafsson sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu: Rætt um málefni barna en næstu daga er haldin í Reykjavík norræn ráðstefna um velferð barna með þátttöku fjölda sérfræðinga frá ýmsum löndum. Um leið er fagnað 20 ára afmæli Barnahúss í Reykjavík sem hefur verið fyrirmynd viðlíka húsa í mörgum löndum. Friðrik Páll: Emmanuel Macron, forseti Frakklands, stendur í ströngu um þessar mundir. Fylgi hefur minnkað og nú hefur Nicolas Hulot, vinsælasti ráðherra stjórnarinnar, sagt af sér, kveðst ekki geta lengur logið að sjálfum sér.
↧
Götuheiti. Velferð barna. Frakkland
↧
Ungmenni með þröskahömlun, samfélagsleg nýsköpun og plastlaus septembe
Gunnar Örn Harðarson faðir drengs með þroskaskerðingu og Friðrik Sigurðsson verkefnastjóri hjá Þroskahjálp: menntunar- og atvinnutækifæri ungmenna með fötlun eða þroskaskerðingar. Pia Hansson: samfélagsleg nýsköpun og mikilvægi þess að horfa til samfélags- og umhverfisþátta í nýsköpun í dag. Sævar Hilmarsson og Hrund Sigurhansdóttir: Sævar og Hrund taka þátt í plastlausum september og leyfa hlustendum að fylgjast með gangi mála.
↧
↧
Þjóðminjasafnið. Sjálfvirkni. Vistheimt
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður: Um brunann í Þjóðminjasafni Brasilíu og öryggismál þjóðminja á Íslandi. Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Origi: Verða til nógu mörg ný störf í framtíðinni stað þeirra sem tapast ? Rannveig Magnúsdóttir: Rannveig segir frá alþjóðlegri ráðstefnu um vistheimt sem haldin verður innan skamms á Íslandi.
↧
Lýsa. Fundur fólksins
Bein útsending frá Lýsu, rokkhátíð samtalsins í Hofi á Akureyri. Talað um tilgang og sögu Lýsu og fundar fólsksins. - Rætt við fulltrúa þeirra verkefna sem tilnefnd eru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs - Fjallað um áhrif komu skemmtiferðaskipa og orkumálin sem tengjast komu þeirra - Rætt um sjúkraþjálfun , mikilvægi hennar og hvernig hún tengist heilsugæslunni - Talað við aðstandendur heimildamundarinnar UseLess - og svo aðra sem tengjast Lýsu.
↧
Drápsvélar, alsjáandi auga Fiskistofu, málfar og vísindi
Kristinn R. Þórisspn, prófessor við tölvunarfræðideild HR: Drápsvélmenni tilheyra ekki lengur eingöngu vísindaskáldskap, vitvélar eru notaðar í stríðsrekstri og verða, ef ekkert er að gert, ráðandi í framtíðinni. Þorsteinn Hilmarsson, sviðstjóri Fiskistofu: Alsjándi auga Fiskistofu: Fiskistofa safnar og miðlar upplýsingum um hvaðeina sem viðkemur nýtingu á auðlindum hafsins. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir í vísindaspjalli.
↧
↧
Sláturtíð og byssueign.
Samfélagið 11 september 2018 Ágúst Torfi Hauksson formaður landssamtaka sláturleyfishafa: sláturtíð og störf í sláturhúsi Friðrik Páll Jónsson: byssueign í bandarískum skólum *Samfélagið var í styttra lagi í dag vegna setningar Alþingis*
↧
Kulnun, félagsleg undirboð, flegið og hamflett og plastlaus september.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi um árvekniátak um kulnun. Rannveig Gústafsdóttir, verkefnastjóri: Rýnt var í félagsleg undirboð á vinnumarkaði, sérstaklega er viðkemur konur af erlendum uppruna. Í Málfarsmínútu var fjallað um muninn á því að hamfletta og flá og svo var áfram fylgst með gangi mála hjá fjölskyldu sem reynir sitt besta til að vera plastlaus þennan septembermánuðinn.
↧
Fjölmiðlastyrkir, áfallasaga kvenna og umhverfismál
Í Samfélaginu í dag verður rætt við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur ritstjóra Stundarinnar og Maríu Björk Ingvadóttur framkvæmdastjóra N4 um aðgerðir sem menntamálaráðherra hefur kynnt um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá verður fjallað nánar um vísindarannsóknina um Áfallasögu kvenna og rætt við Örnu Hauksdóttur prófessor við læknadeild. Stefán Gíslason flytur svo umhverfispistil dagsins.
↧
Klámvæðing. Talningatækni. Ig Nobelverðlaun
Elín Lára Baldursdóttir og Böðvar Níelsen: Sagt frá vitundarvakningu um skaðleg áhrif kláms á börn Stefán J.K. Jeppesen, TGJ ehf: Sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa á undanförnum mánuðum unnið að því að setja upp sjálfvirkt teljara- og hraðamælingarkerfi á göngu- og hjólastígum með TGJ/Eco-Counter. Vera Illugadóttir: Rætt um Ig Nóbelverðaunin sem veitt voru í gær. Vera rifjar upp ársgamla umfjöllun um rannsókn á næringargildi mannslíkamans en sú rannsókn hlaut einmitt verðlaun.
↧
↧
Hjúkrunarfræðingar. Smalaskóli. BMI stuðull
Guðbjörg Pálsdóttir form. félags ísl. hjúkrunarfræðinga: Mikil þörf er á fleiri hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu. En er verið að draga úr menntun þeirra með því að bjóða upp á styttra nám í hjúkrunarfræði? Elín Agla Briem þjóðmenningarbóndi Árneshreppi: Í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi er ekki rekinn grunnskóli lengur en Elín Agla og fleiri buðu þar uppá nám í smölun og fleiru og hyggjast reyna þróa námskeiðahald þar frekar. Edda Olgudóttir: Til að mæla líkamsmassa fólks er víðast hvar notaður svokallaður BMI stuðull Hann hefur verið umdeildur. Í vísindaspjalli er sagt frá rannsóknum sem liggja að baki nýs stuðuls, RMF, sem þykir nákvæmari.
↧
Iðnnám. Bílaleigur og orkuskipti. Evrópupólitík
Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA og Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans: Rætt um um iðnám, stöðu þess og framtíð, en færri komast að en vilja í iðnám þessi misserin sem er breyting frá því sem áður var. Jóhannes Skúlason framkvst. SAF og Jón Gestur Ólafsson já Höldi, bílaleigu Akureyrar: Aðgerðaráætlun í loftrslagsmálum og bílaleigur. Rætt hversu stór hlutur bílaleiga er í bílaflotanum, hvaða máli skiptir samsetning bílaflota þeirra og hvernig orkuskipti horfa við við bílaleigum og ferðaþjónustunni. Friðrik Páll: fjallað um pólitík í Evrópu, en hefðbundnir evrópskir flokkar hafa misst marga kjósendur yfir til popúlistaflokka. Hefðbundnu flokkarnir hafa þótt seinir til að bregðast við, en það er smám saman að breytast.
↧
Neytendamál, áhrif dægurmenningar á ungmenni, málfar og plastleysi
Brynhildur Pétursdóttir Neytendasamtökunum: formannskosningar og framtíð samtakanna Ársæll Már Arnarson, prófessor í tómstunda og félagsmálafræði við HÍ: neysla og viðhorf ungmenna til áfengis og kannabisefna, áhrif samfélagsmiðla og dægurmenningar Málfar Sævar Hilmarsson og Hrund Sigurhansdóttir: plastlaus september og gangur mála hjá fjölskyldunni að fylgja átakinu eftir
↧
Orkuskipti. Áfengi og eiturlyf. Yfirdráttardagur
Sigurður Friðleifsson, Orkusetri: Fjallað um orkuskipti í vegasamgöngum, hvaða máli þau skipta í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og hverjir möguleikarnir eru. Rætt r við ungt fólk og starfsmann félagsmiðstöðvar um viðhorf ungmenna til áfengis og eiturlyfjaneyslu, aðgengi og notkun. Stefán Gíslason: Í Umhverfisspjalli er fjallað um Yfirdráttardaginn. Leifur Hauksson Dagskrárgerðarmaður Sími: 5153575 GSM: 8641309 RÚV ohf. Efstaleiti 1 103 Reykjavík Fyrirvari
↧
↧
Áreitni. Vindorka. Þvóttabirnir
Friðrik Friðriksson heilbrigðissérfr. hjá Vinnueftirlitinu: Af gefnu tilefni er í Samfélaginu rætt um áreitni á vinnustöðum , aðgerðir, viðhorf og stjórn starfsfólks og stjórnenda á aðstæðum. Ríkarður Örn Ragnarsson EM orku: Eigendur EM orku sem eru danskir og þýskir aðilar, hafa hug á að reissa vindorkugarð uppá Garpsdalsfjalli við Gilsfjörð. Verkefnið er á frumstigi en hugmyndin er að þarna rísi 35 vindmyllur sem nái að framleiða 110 - 120 MW. Vera Illugadóttir: Segir frá misheppnuðu stríði yfirvalda í Toronta gegn þvottabjörnum.
↧
Falsfréttir um Kötlu, binding koltvíoxíðs, ofnæmisdómsmál og plast
Evgenia Ilyinskaya, eldfjallafræðingur hjá háskólanum í Leeds Bretlandi: falsfréttir um yfirvofandi Kötlugos í Sunday Times Sigurður Reynir Gíslason, Háskólinn á Íslandi: Aðgerðaráætlun í loftlagsmálum og margvísleg binding á koltvíoxíð. Selma Árnadóttir, stjórnmaður í astma og ofnæmissamtökunum: dómsmál í Bretlandi vegna dauða stúlku sem lést af bráðaofnæmi við sesamfræjum úr samloku sem skorti merkingar á Edda Olgudóttir, vísindaspjall: BPA efnin og öll hin í plasti, hver er skaðlaus og hver eru skaðleg?
↧
Húsnæðismarkaðir. Nike. Japanir
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðst.forstjóri Íbúðalánasjóðs: Í samanburði Íbúðalánasjóðs kemur í ljós aðjLeiguverð er hæst í Reykjavík af höfðuborgunum en fermetraverð lægst þegar keypt er. Rætt um samanburðinn og hvaða nýju viðmið Íbúðalánasjóður vill sjá í nýrri húsnæðisstefnu. Grétar Theódórsson almannatengill: Auglýsingaherferð Nike hefur vakið mikla athygli en þar er farið inná pólitískar brautir. En er þetta feigðarflan fyrir fyrirtæki eða græða þau á þessu? Friðrik Páll: Japan er eins og tilraunastofa fyrir heiminn. Þar er öldrun þjóðarinnar meiri en annars staðar, fæðingartalan undir endurnýjunarmörkum og lítill áhugi á því að fá innflytjendur til þess að fylla í skörðin. Ef ekkert breytist fækkar Japönum um 30 prósent á næstu fimmtíu árum, og kostnaður vegna mannfjöldaþróunarinnar eykst stöðugt
↧
Samfélagslegar áskoranir, keyrsla árið 1918, málfar og plastleysi.
Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor HÍ: samfélagslegar áskoranir í framtíðinni. Vísinda og tækniráð leitar eftir samráði við almenning um að finna og forgangsraða þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á næstum árum og áratugum og þarf vísindi og rannsóknir til að takast á við. Sveinn Þórðarson, sagnfræðingur og sérfræðingur í samgöngusögu: Hvert var hægt að keyra árið 1918? Málfarsmínúta Hrund Sigurhansdóttir og Sævar Hilmarsson: plastlaus september. Rætt við hjón sem eru ásamt fjölskyldunni að takast á við áskorunina plastlaus september.
↧
↧
Endurkoma. Grænar lóðir. Umhverfisspjall
Hallur Hallsson íþróttasálfræðingur: Fjallað um endurkomu Tiger Woods í golfið. Hvað er það sem þarf til að gera endurkomu mögulega? Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður: Reykjavík tekur þátt í samkeppninni Re-inventing Cities á vegum samtaka sem í eru borgir sem sækja fram í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í boði eru þfjú svæði. Keppnin snýst um að þverfagleg teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðirnar með það að meginmarkmiði að þar rísi fyrirmyndarbygging í sjálfbærni. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Í umhverfisspjalli þessarar viku ræðir Hafdís nýútkomna skýrslu um ástand fæðuöryggis og næringarí heiminum.
↧
Flakkað um vísindavöku, atferli dýra og trjákengúran sem ekki er vitað
Vísindavaka RannÍs í Laugardalshöllinni. Samfélagið flakkaði um vísindvöku og ræddi við fólk um það sem þar bar á góma. Sandra M. Granquist, dýraatferlisfræðingur og sérfræðingur hjá Hafró: Selur slær kajakræðara utan undir með kolkrabba. Rýnt í myndband sem hefur vakið mikla athygli á vefmiðlum síðustu dagana og spáð í hvað sé þar að gerast og hvaða megi lesa fleira en bara spaugilegt úr því. Vera Illugadóttir: Sagt frá trjákengúru á Papúa Nýju Gíneu sem ekki er vitað almennilega hvort er útdauð eða ekki.
↧
Salatbakteríur. Græn orka. Sýklalyfjaónæmi
Guðný Klara Bjarnadóttir lífeindafræðingur: Guðrún segir frá rannsókn á innfluttu salati og innlendu þar sem í ljós kom að bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum fundust í því innflutta. Sigríður Ragna Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Hafsins - Öndvegisseturs: Hjá Hafinu eru í gangi verkefni sem lúta að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í haftengdri starfsemi. Orkuskipti í skipum og rafvæðing hafna eru meðal verkefna. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli vikunnar útskýrir Edda hvernig sýklalyfjaónæmi hreiðrar um sig í bakteríum.
↧