Samfélagið verður með annan fótinn á Vestfjörðum í dag. VIð heimsækjum Bláma sem einbeitir sér að því að efla nýsköpun í orkuskiptaverkefnum á Vestfjörðum - ræðum við Þorsteinn Másson framkvæmdastjóra Bláma. Og tölum við Hálfdán Óskarsson framkvæmdastjóra mjólkurvinnslunnar Örnu, sem hefur stækkað mjög hratt á nokkrum árum. Framundan er frekari þróun í matvælaframleiðslu sem tengist meðal annars berjarrækt og vegan mjólkurvörum á borð við skyr. Málfarsmínúta. Vinsælustu hestanöfnin eru Perla og Blesi. Falleg og sígild nöfn. En vissuð þið að ekki má nefna hrossin þín bara hvað sem er - eins og Euphoria og Apótek? Það er til hestanafnanefnd, svipar að smá til mannanafnanefndar. Það gilda semsagt reglur um hestanöfn, en hvers vegna? Við fræðumst allt um þetta með Elsu Albertsdóttur sem situr í hestanafnanefnd.
↧