Við hringjum til Grænlands og fáum nýjustu fréttir þaðan, en ómikrónafbrigði kórónuveirunnar er farið að láta á sér kræla í Nuuk eins og annarsstaðar. Inga Dóra Guðmundsdóttir sem býr og starfar verður til svara. Umhverfisspjallið með Emilíu Borþórsdóttur verður á sínum stað og að þessu sinni beinum við sjónum okkar að flugeldum, enda styttist í áramótin og sprengingarnar sem þeim fylgja. Svo ætlum við að rifja upp umfjöllun hér í Samfélaginu frá því í maí á þessu ári, þegar vera Illugadóttir ræddi við Leif Hauksson og Höllu Harðardóttur um músafaraldur í Ástralíu.
↧