Ólafur Elínarson sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup: Ólafur fer yfir helstu niðurstöður úr nýrri umhverfiskönnun Gallups 2021 þar sem viðfangsefnið er viðhorf íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála. Bergur Þorgeirsson form örnefnanefndar: Í tengslum við eldgosið í Geldingadölum verða til ný náttúrufyrirbæri sem kalla á nöfn. En hver ræður nöfnum og hvenær er tímabært að koma með þau? Edda Olgudóttir: Í vísindaspjallinu ræðir Edda um hvatbera og hreyfingu.
↧