Steinþór Skúlason fosrstjóri SS: Sláturhúsin hafa verið í viðbragðsstöðu síðan Covid 19 farsóttin hófst en þau stóla að langmestu leiti á erlent farandverkafólk í sláturtíðinni. Flestir koma frá Nýja Sjálandi en þetta árið kemur enginn þaðan til að vinna hjá SS. Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla: Ddný ræðir markmið og tilgang samtakanna og vaxandi eftirspurn eftir vörum smáframleiðenda matvæla. Vera Illugadóttir: Þægar og óþekkar smámörgæsir í Nýja-Sjálandi eru viðfangsefni Veru að þessu sinni.
↧