Kristinn Schram og Alice Bower þjóðfræðingar ætla í sumar að taka viðtöl við fólk sem hefur séð ísbjörn (lifandi eða ei), talið sig sjá ísbjarnarspor/heyrt bjarndýrsöskur, eða kann sögur, brandarar eða sagnir um slíkt. Anne Marie Schlutz sauðfjárbóndi á Egilsstöðum í Fljótsdal er frumkvöðull í framleiðslu sauðamjólkur hér á landi. Hún fékk nýverið kindamjaltavél frá Tyrklandi og býr til bæði osta og konfekt úr sauðamjólkinni. Heiða Björg Hilmisdóttir og fjölskylda fékk óvænt þrastarhreiður í gluggan hjá sér og gat því fylgst með varpi og uppeldi unganna í miklu návígi. Friðrik Páll Jónsson með pistil um erlendi málefni: Richard Horton, aðalritstjóri breska læknaritsins Lancet, gagnrýnir vestrænar ríkisstjórnir harðlega fyrir að hafa brugðist seint við kórónafaraldrinum, og segir að þær hafi gert gríðarleg mistök, og það hafi kostað marga lífið. Hann hefur nú gefið út bók um faraldurinn og viðbrögðin við honum.
↧