Gísli Gunnarsson sendibílstjóri og Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri: Farið í bílferð í fatasöfnun Rauðakrossins og fylgst með störfum við flokkunarfæribandið. Ketill Berg Magnússon framkv.stj. Festu: Landsbankinn hlaut fyrstu viðurkenningu hérlendis fyrir sérstaka samfélagsskýrslu. Rætt um gildi þess og hversu mikilvæg samfélagsábyrgð er t.d. í viðskiptaheiminum. Friðrik Páll Jónsson: Ár er liðið frá því að Sádi-Arabar lokuðu landamærunum að Katar. Deilan stendur enn og engin lausn í sjónmáli. Stjórnvöld í Riyadh saka furstadæmið um stuðning við hryðjuverkasamtök og krefjast þess að það hætti öllum samskiptum við Írana.
↧