Salvör Nordal umboðsmaður barna: Umboðsmaður barna og Hagstofan hafa undirritað yfirlýsingu um að hagstofan taki saman hagtölur sem snerta sérstaklega stöðu barna í íslensku samfélagi. Salvör ræðir nýtingu og mikilvægi þeirra gagna. Hanna Birna Kristjánsdóttir: Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi ráðherra gegnir núna embætti stjórnarformanns samtakanna Women Political Leaders, Global Forum sem halda sitt fyrsta heimsþing hér á landi í ár og næstu fjögur árin sem bera yfirskriftina We Can Do It!! Vera Knútsdóttir Félag SÞ, og Rannveig Magnúsdóttir Landvernd: Rætt um Heimsmarkmið SÞ nr. 11 og 12.
↧