Talað við Hilmar Malmquist forstöðumann Náttúruminjasafns Íslands um nýútkomna skýrslu Ríkisendurskoðanda um stöðu safnsins. Rætt við Sverri Þ. Sverrisson formann íbúasamtaka miðborgarinnar um rútubíla og þröngar götur, og fleira sem snýr að íbúum miðborgarinnar. Rætt við Svanhvíti Jakobsdóttur forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um starfsemi heilsugæslunnar og breytingar á henni. Friðrik Páll fjallar um vangaveltur um að um miðja öldina verði bílafloti heimsins að mestu með sjálfstýribúnaði og afleiðingar þess geta orðið miklar.
↧