Rúnar Unnþórsson prófessor í verkfræði við HÍ: Verkefnið Skynbelti hlaut önnur verðlaun í Hagnýtingarverðaunum Háskóla Íslands.Verkefnið snýst um að hanna belti sem ætlað er að hjálpa þeim sem hafa ekki skynfæri á borð við sjón eða heyrn. Beltið er sett utan um mitti notandans þar sem það nemur upplýsingar úr umhverfinu og miðlar þeim til notanda fyrir tilstilli lítilla mótora sem titra.
Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri TrueNorth: Sífellt fleiri kvikmyndir og sjónvarpsþættir eru teknir upp á Íslandi. Hverju leita erlend framleiðslufyrirtæki að? Af hverju þarf að koma á staðinn með ærnum tilkostnaði þegar hægt er að teikna allt í tölvu nú til dags? Og er hægt að láta Dettifoss birtast margoft á hvíta tjaldinu?
Brynhildur Pétursdóttir Neytendasamtökum: Rætt um könnun bandarísku neytendasamtakanna á lyfjanotkun í Bandaríkjunum og umfjöllun þeirra, m.a. um hugsanlegar aukaverkanir þegar fleiri en eitt lyf er í notkun.
...
↧