Stefán Ólafsson og Guðný Björk Eydal prófessorar við HÍ: Lokaskýrsla Norrænu velferðarvaktarinnar. Þar er m.a.fjallað um hvernig norræn velferðarkerfi eru undirbúin undir hvers konar vá með sérstaka áherslu á hlutverk félagsþjónustu og efnahagskreppur, afleiðingar þeirra og viðbrögð.
Lúðvík E Gústafsson jarðfræðingur: Lúðvík og Ólafur Halldórsson líffræðingur hafa sent frá sér bókina Frá Miklahvelli til mannheima. Bókin er svokölluð alsaga þar sem rakin er sagan frá því að efnið verður til, hvernig líf kviknar og þróast og fer að hugsa. Bókin er ekki samin sem fræðibók heldur sem lesbók fyrir hinn almenna lesanda segja höfundar.
Friðrik Páll: Pólska stjórnin hvetur nú Pólverja sem starfa erlendis til þess að snúa heim. Það skortir vinnuafl, einkum í byggingariðnaði og í heilsugæslu. Giskað
er á að rúmlega tvær milljónir Pólverja hafi flust úr landi frá því að Pólland fékk aðild að Evrópusambandinu 2004.
...
↧