Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts: Íslandspóstur og Samkeppniseftirlitið hafa gert með sér sátt sem felur í sér lok rannsókna af hálfu eftirlitsins vegna nokkurra mála sem hafa verið til meðferðar undanfarin ár. Skilið verður betur á milli lögboðinnar þjónustu og samkeppnisþjónustu. Rætt er við Ingimund um
þær breytingar og svo framtíð bréfapósts í Evrópu.
Erling Ólafsson náttúrufræðingur: Hálfdán Björnsson bóndi og fræðimaður í Kvískerjum lésst fyrr í mánuðinum. Hálfdán var þjóðkunnur fyrir þekkingu sína á íslenskri náttúru og fræðistörf á því sviði. Erling Ólafsson kynntist honum á námsárum sínum og vaðr heimagangur í Kvískerjum. Þeim Hálfdáni varð vel til vina og Í Samfélaginu segir Erling frá þessum merka manni og áhuga hans og þekkingu á náttúrunni.
Bergur Einarsson skipstjóri: Á loðnuveiðar eftir verkfall.
↧