Hanna Birna Kristjánsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Katrín Olga Jóhannsdóttir: Samfélagið heimsótti og ræddi við gesti á alþjóðaráðstefnu kvenleiðtoga sem haldin var í Hörpu. Friðrik Páll Jónsson: Mótmæli í Frakklandi.
↧
Alþjóðaráðstefna kvenleiðtoga í Hörpu heimsótt. Mótmæli í Frakklandi.
↧
Bókaútgáfa, Vatnið í náttúru Íslands, málfar og íþróttir og mataræði
Egill Örn Jóhannsson, forleggjari: bókaútgáfa á Íslandi Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminkasafns Íslands: Sýningin Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni, inntak og erindi. Málfarsmínúta Hulda B. Waage, kraftlyftingarkona: Birna Pétursdóttir ræddi við Huldu um íþróttina og mataræðið en Hulda er á plöntufæði.
↧
↧
Upptökur í almannarýmum og lögin, bókband á Íslandi og umhverfisáhrif
Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og eigandi á LOGOS lögmannsstofu: Upptökur í almannarýmum og birting á einkasamtölum: Hvað segja lögin? Ragnar Gylfi Einarsson og Einar Sveinn Ragnarsson, bókbindarar og feðgar og Sófus Guðjónsson umsjónarmaður bókbandsgerðar í Tækniskólanum og María Björt Ármannsdóttir og Arnfinnur Kolbeinsson nemar: bókband á Íslandi, staða greinarinnar og gangur Stefán Gíslason: Umhverfispistill um kerti og umhverfisáhrif þeirra
↧
Líðan þjóðar, Alþingishúsið, málfar og morðóður otur.
Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor: Líðan þjóðar, siðferðismál og afleiðingar í kjölfar hljóðupptöku af Klaustursbar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis: Alþingishúsið opnað almenningi, saga þess og andrúmsloft Málfarsmínúta Vera Illugadóttir: Morðóður otur í Kanada.
↧
Mannauðsstjórnun og krísur. Stjörnubirta geimsins. Örveruflóra ungbarn
Brynjar Már Brynjólfsson formaður félags mannauðsfólks á Íslandi: Rætt um starf mannsuðsstjórans og þær leiðir og aðferðir sem erutil að greiða úr vandamálum á vinnustöðum og stofnunum. Kári Helgason stjarneðlisfræðingur: Kári segir frá stórri alþjóðlegri rannsókn sem hann tók þátt í þar sem mæld var stjörnubirta alheimsins samanlögð gangur stjörnumyndunar var endurskapaður. Edda Olgudóttir: Vísindaspjall Eddu fjallar um örverurannsókn hjá ungbörnum
↧
↧
Wow og heimilin í landinu, plastnotkun við veiðar og vinnslu, vinstri
Konráð Guðjónsson, hagfræðingur: Vendingar hjá WOW og áhrif þess á almenning og heimilin í landinu Harpa Brynjarsdóttir: greining á plastnotkun HB Granda við veiðar og vinnslu. Umhverfisvæn innpökkun - spjall. Friðrik Páll Jónsson: Það hefur verið hægri sveifla í nokkrum ríkjum rómönsku Ameríku. Í Mexíkó, öðru stærsta hagkerfi heimshlutans, er aftur á móti vinstri sveifla, sú mesta í áratugi. - Obrador, nýr forseti Mexíkó, tók við völdum á laugardag, 1.desember
↧
Minnahot-málþing. Loftslagsráðstefna. Matarsóun
Ragnheiður Kristjánsdóttir , Erla Hulda Halldórsdóttir, Þorgerður Þorvaldsdóttir og Eyja Margrét Brynjarsdóttir: Þær voru allar fyrirlesarar á málþinginu „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands . Pétur Halldórsson form. Ungra umhverfissina: Rætt við Pétur þar sem hann er staddur á loftslagsráðstefnuSÞ í Póllandi. Ungt fólk lætur til sín heyra með ýmsum hætti þar. Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari: Um þátt hans í "Óhófi" , átaki gegn matarsóun
↧
Persónueinkenni ofbeldismanna, vesæl þjóð og umhverfismál
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkv.stýra Kvennaathvarfsins og Katrín Ólafsdóttir doktorsnemi: Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónueinkenni ofbeldismanna. Árni Daníel Júlíusson: Bjuggu hundrað þúsund manns á Íslandi á 14. öld? Rannveig Magnúsdóttir: umhverfispistill um góðar umhverfisfréttir.
↧
Jólastemmning á vinnustöðum, nýsköpun, málfar og fagra mandarínöndin.
Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður Borgarskjalasafni, Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Ríkisendurskoðun og Linda Guðmundsdóttir, Arion Banka: Jólastemmning á vinnustöðum. Rúnar Unnþórsson, prófessor við HÍ: nýsköpunarverðlaun ESB fóru til verkefnisins Sound Vision sem gengur út á að þróa hátæknibúnað til að hjálpa blindum og sjónskertum að skynja umhverfi sitt Málfarsmínúta Vera Illugadóttir: Fleiri fréttir af morðóða otrinum og fallega mandarínöndin í Central Park.
↧
↧
Hestaleigustarfsfólk. Kolefnisbinding og losun. Vísindaspjall
Bergljót Rist, hestaleigunni Íslenski hesturinn: Um rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja eins og t.d. herstaleiga og félagsleg undirboð sem tíðkast í starfsmannamálum. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri: Rætt við hann um kolefnislosun frá landi og kolefnisbindingu og hlut skógræktar í því . Einnig um notkun timburs í byggingariðnaði í stað steinsteypu . Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli dagsins ræðir Edda um ónæmiskerfi líkamans og hvernig það lærir t.d. á kvefbakteríur og veirur.
↧
Þing alþjóðasambands verkalýðsfélaga, úttekt á losun fimm sveitabæja o
Drífa Snædal, ASÍ: Þing alþjóðasambands verkalýðsfélaga þar sem rætt var um heimsmarkmið, sjálfbæra þróun og loftlagsmál. Snorri Þorsteinsson ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins: losun gróðurhúsalofttegunda, úttekt á fimm íslenskum sveitabæum Friðrik Páll Jónsson: erlendur pistill um viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína
↧
Vistheimili. Vesturíslenska. Hreindýr
Hulda Líney Magnúsdóttir og Ragnheiður Gísladóttir Mánabergi, vistheimili barna: Vistheimili hverskonar eru oft umdeild innan íbúðabyggðar en nýverið lýsti hluti íbúa Norðlingaholts sig í andstöðu við vistheimili fyrir börn sem átti að opna í hverfinu. Samfélagið heimsækir vistheimili í Laugardalnum og kynnir sér starfsemina þar. Höskuldur Þráinsson: Höskuldur er einn þriggja ritsjóra bókarinnar Sigurtunga sem er safn greina um rannsóknir á erfðamálinu vesturíslensku og menningu og sögu fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi. Skarphéðinn Þórisson, Náttúrustofu Ásuturlands: Rætt við Skarphéðinn um nýja skýrslu þar sem segir að stofnar villtra hreindýra á norðurheimskautssvæðum hafi minnkað um helming á tveimur áratugum.
↧
Gervigreind og heilbrigðisstarfsemi. Útköll LHG. Umhverfisspjall
Magnús Haraldsson geðlæknir: Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og gervigreind. Munu gervigreind og vélmenni leysa heilbrigðisstarfsfólk af hólmi? Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni: Metfjöldi hefur verið settur í ár í útköllum þyrlu og flugvélar hjá Landhelgisgæslunni, alls 265 útköll. Stefán Gíslason: Í Umhverfisspjalli er rætt um tíðindi tengd loftslagsráðstefnunni í Póllandi.
↧
↧
Jólaundirbúningur. Líffæragjafir. Vera
Aðalsteinn Ásgeirsson eða Stjáni sviss og bílaverkstæðið hans, Hermanna Gunnarsson , trésmíðaverkstæðinu Iðntré og Magnús Gylfason í Svalþúfu sem vinnur úr aukaafurðum hvítfisks: Þessir vinnustaðir eru allir heimsóttir í aðdraganda jóla til að forvitnast um jólaundirbúning og stemningu á vinnustaðnum. Jórlaug Heimisdóttir verkefnastjóri Landlæknisembætti: Ný lög um líffæragjöf taka gildi á nýju ári en samkvæmt þeim verða allir þegnar sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga líffæragjöf. Vera Illugadóttir: Á alþjóðlegum degi apans fylgir Vera eftir nokkrum þeirra dýra sem hún hefur fjallað um á árinu.
↧
Sanngirnisbætur. Leigufélag. Kjötræktun
Guðrún Ögmundsdóttir : Guðrún hefur starfað sem tengiliður vistheimila síðustu árin og ræðir hér um uppgjör mála og sanngirnisbætur vegna slæmrar meðferðar og aðbúnaðar á vistheimilum og stofnunum á vegum hins opinbera. Soffía Guðmundsdóttir Íbúðalánasjóði: Nýtt opinbert leigufélag, Bríet mun leigja út húsnæði Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni í langtímaleigu og með öryggi í huga.Soffía verður framkvæmdastjóri Bríetar. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli dagsins er fjallað um kjötframleiðslu á tilraunastofum, eða ræktun kjöts
↧
Öldrun þjóðar, eftirlit með félagsþjónustu og Frakkland
Þórhildur Kristinsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum, öldrunar og líknarlækningum: Vandinn sem skapast við öldrun þjóðarinnar, heilbrigðiskerfið er óundirbúið. Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar: tilurð stofnunarinnar, eftirspurn eftir þjónustunni og framtíðarmöguleikar. Friðrik Páll Jónsson: Ástandið í Frakklandi, gulu vestin og Macron.
↧
Mæðrastyrksnefnd. Húnaþing. Minna sorp
Anna, Kobrún, Dögg og Guðlaug ,sjálfboðaliðar hjá Mæðrastyrksnefnd: Samfélagið fer í heimsókn til mæðrastyrksnefndar á síðasta degi úthlutunar fyrir jól . Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra: Rætt er við hana um undirbúning að móttöku 25 sýrlenskra flóttamanna á næsta ári og mannlífið í Húnaþingi. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir: Hún hefur haldið úti blogg- og facebooksíðu undir heitinu Minna sorp.
↧
↧
Skipulag. Samhjálp. Suðurskautslandið
Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsstjóri: Rætt um skipulagsmál frá ýmsum sjónarhornum. Þarf að ræða skipulag Keflavíkurflugvallar í víðara samhengi en nú er gert? T.d. í tengslum við samgönguáætlun. Skipulag í heimi fjórðu iðnbyltingarinnar. Ný verkefni sem tekin verða upp í landsskipulagsstefnu. Guðmundur G Sigurbergsson fjármála- og rekstrarstjóri Samhjálpar: Samhjálp rekur meðferðarheimili, áfangahús og kaffistofu fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Og kaffistofan speglar ástandið í samfélaginu, segir Guðmundur. Hafdís Hanna Ægisdóttir : Í umhverfisspjalli dagsins segir Hafdís frá fyrirhugaðri ferð sinnni til Suðurskautslandsins ásamt 79 öðrum konum úr heimi vísinda.
↧
Umhverfismál. Hefðir. Skata
Hrund Gunnsteinsdóttir: Hrund er nýráðinn framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.. Hún ræðir loftslagsmál, ábyrgð fyrirtækja og stjórnvalda og hlutverk einstaklinganna í baráttu fyrir betri heimi. Vilhelmína Jónsdóttir þjóðfræðingur Árnastofnun: Lifandihefdir.is er nýopnuð vefsíða á vegum mennta- og menningarráðuneytisins og tengist samningi UNESCO frá árinu 2003 um varðveislu menningarerfða. Þar gefst fólki kostur á að deila og miðla upplýsingum um lifandi hefðir. Þannig standa vonir til að á vefsíðuna safnist greinargóðar upplýsingar um þær fjölbreyttu hefðir sem stundaðar eru á Íslandi. Sigurður Helgi Guðjónsson, Húseigendafélaginu: Mismunandi sýn á SKötusuðu í fjölbýlihúsum.
↧
Landlæknir, Rótarskot Landsbjargar og umhverfismál.
Alma Dagbjört Möller, landlæknir: heilbrigðismál, biðlistar, öldrun þjóðar, mannekla, álag og öryggi sjúklinga. Jónatan Garðarsson, Formaður skógræktarfélags Ísland og Rakel Kristinsdóttir: Rakel vann verkefni í viðskiptafræði um fjármögnun Landsbjargar og lagði grunninn að verkefninu Rótarskot Landsbjargar, þar sem fólki gefst færi á að kaupa tré frekar en flugelda og stuðla með því að umhverfisvernd. Rætt var við Rakel um verkefnið sem nú er orðið að veruleika og útfærsluna á því við Jónatan. Stefán Gíslason í umhverfisspjalli um umhverfismál ársins.
↧