Arnheiður Jóhannsdóttir framkv.stjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands: Það hægir á fjölgun ferðamanna til landsins. Eru ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi farin að laga sig að því? Sigríður Ásgeirsdóttir menningarfræðingur: Sigríður rekur hvernig þróun fataiðnaðarins hefur verið háttað og hvað áhrif hann hefur á fólk og umhverfi. Friðrik Páll: Mikil fundahöld um allan heim vegna viðskiptadeilna Bandaríkjastjórnar við Kína, Evrópu og fleiri ríki. Harka hefur færst í deilurnar síðustu vikur, og er ekki síst mikil reiði í Evrópu vegna viðskiptabanns sem Bandaríkjastjórn ætlar að setja á evrópsk fyrirtæki sem stunda viðskipti við Íran.
↧
Ferðaþjónustan. Fataiðnaður. Viskiptastríð
↧
Ár í sömu fötunum, heimsmarkmið, málfar og foreldraverðlaun
Júlíanna Ósk Hafberg: Júlíanna prófaði að vera í sömu fötunum í heilt ár. Ákvörðunina tók hún eftir að hafa skoðað áhrif fataiðnaðarins á umhverfi og fólk. Hún vildi verða eigandi fatanna sinna ekki neytandi. Vera Knútsdóttir, félagi Sameinuðu þjóðanna, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðu landgræðsluskóla SÞ og Þór Ásgeirsson aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskólans: heimsmarkmið SÞ Málfarsmínúta Guðrún Gísladóttir, kennari: Foreldraverðlaun Heimili og skóla
↧
↧
Nettenging og ljósleiðaravæðing, gæði fata og plastétandi örverur.
Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar: þróun nettenginga og ljósleiðaravæðingu landsins Katrín María Káradóttir, aðjúnkt við Listaháskóla Íslands: gæði og val á fötum Rannveig Magnúsdóttir: Munu örverur éta allt plastið okkar?
↧
18.05.2018
Árni Helgason lögfræðingur og Eva Marín Hlynddóttir stjórnmálafræðingur: Greiningardeild Samfélagsins rýnir í kosningabaráttuna Már Wolfgang Mixa lektor HR: Ár er síðan Costco hóf rekstur á Íslandi. Már rekur greiningu á móttökunum sem Costco fékk og af hverju þær voru á ýmsan hátt öðruvísi en ætla hefði mátt.
↧
Kynvitund. Mengunarmælar. Popúlistastjórn
Ásta Jóhannsdóttir félagsfræðingur: Ásta segir frá doktorsrannsókn sinni sem snýr að ungum Reykvíkingum og hugmyndum þeirra um karlmennnsku og kvenleika. Özur Lárusson Bílgreinasambandinu: Ný reglugerð Evrópusambandsins um nýja mengunarmælikvarða fyrir bíla mun gera mengunar- og eyðslutölur áreiðanlegri. En bílar munu sennilega hækka í verði um 10-15%. Friðrik Páll: Popúlistastjórn hefur verið mynduð á Ítalíu, í fyrsta sinn á evrusvæðinu. Tveir ólíkir flokkar, Fimmstjörnuhreyfingin og Bandalagið, eiga það sameiginlegt að vera andstæðir Evrópusambandinu og innflytjendum.
↧
↧
Áhrif veðurfars, votlendi, málfar og heimsmarkmið
Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, vist- og fuglafræðingur Náttúrufræðistofnun og Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði: Áhrif leiðinlegs veðurfars þetta vorið á gróður, dýr og menn. Ásbjörn Björgvinsson, forstjóri Votlendissjóðs: Úthlutanir úr votlendissjóði Málfarsmínúta Vera Knútsdóttir félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Gígja Gunanrsdóttir, verkefnistjóri heilsueflandi samfélags hjá Embætti Landlæknis: heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
↧
Kennslanefnd. Austurland. Kolefnisspor
Gylfi Hammer Gylfason formaður kennslanefndar Ríkislögreglustjóra: Kennslanefnd hefur það hlutverk að bera kennsl á fólk sem hefur farist af slysförum eða hefur týnst og fundist látið. Gylfi segir frá starfsemi nefndarinnar og þeirri ábyrgð sem fylgir störfum hennar. Unnur B Karlsdóttir Stofnun rannsóknarsetra HÍ á Austurlandi: Með öræfin í bakgarðinum er yfirskrift ráðstefnu sem Unnur heldur utan um og snýst um tengsl hálendis og samfélags á Austurlandi. Stefán Gíslason: Í Umhverfisspjalli dagsins er rætt um nýja rannsókn á kolefnisspori ferðaþjónustunnar en samkvæmt henni er það fjórum sinnum stærra en áður var talið eða um 8% af losun koldíoxíðs á heimsvísu.
↧
Kosningabaráttan, íþróttir og málfar.
Árni Helgason, lögfr og Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjm.fr: Greiningardeildin rýnir í kosningabaráttuna í aðdraganda sveitarstjórnarkosnina Viðar Halldórsson, félagsfræðingur við HÍ: Félagsleg og uppeldisleg gildi í íþróttastarfi Málfarsmínúta
↧
Verðlaunahugmynd. Handleiðsla. Vísindaspjall
Marteinn Möller og Reynir Ottósson,verðlaunahafar: Hugmynd þeirra um "Lón á svörtum sandi" hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Auður Ósk Guðmundsdóttir fjölskylduþerapisti: Auður starfar hjá samtökunum" Freedom from torture" í Skotlandi með fjölskyldum flóttamanna. Hún segir frá þeirri reynslu og lýsir mikilvægi handleiðslu fyrir hinar ýmsu stéttir. Edda Olgudóttir: Í Vísindaspjalli dagsins ræðir Edda um skaðleg efni í sólarvörn sem til stendur að banna á Hawai vegna skaðlegra áhrifa þeirra á lífverur í hafinu.
↧
↧
Erfðafræði. Bjargvættur. Skógar
Guðmundur Eggertsson erfðafræðingur: Rætt við hann um nýútkomna bók hans "Rök lífsins" þar sem rakin er saga rannsókna líffræðinnar og erfðafræðinnar allt frá Aristótelesi til nútímans. Friðrik Páll: Sagt er Mamoudou Gassama, unga manninum frá Malí, sem bjargaði fjögurra ára barni úr bráðum lífsháska á svölum fjölbýlishúss í París síðastliðinn laugardag. Jónatan Garðarsson form. Skógræktarfélags Íslands: Í Póllandi má finna stærsta náttúrulega skóg Evrópu auk fjölda annarra skóga sem þekja um 30% landsins. Jónatan segir frá ferð á skógarslóðir þar.
↧
Hagtölur barna. Konur og pólitík. Heimsmarkmið
Salvör Nordal umboðsmaður barna: Umboðsmaður barna og Hagstofan hafa undirritað yfirlýsingu um að hagstofan taki saman hagtölur sem snerta sérstaklega stöðu barna í íslensku samfélagi. Salvör ræðir nýtingu og mikilvægi þeirra gagna. Hanna Birna Kristjánsdóttir: Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi ráðherra gegnir núna embætti stjórnarformanns samtakanna Women Political Leaders, Global Forum sem halda sitt fyrsta heimsþing hér á landi í ár og næstu fjögur árin sem bera yfirskriftina We Can Do It!! Vera Knútsdóttir Félag SÞ, og Rannveig Magnúsdóttir Landvernd: Rætt um Heimsmarkmið SÞ nr. 11 og 12.
↧
Matvælalandið Ísland. Fóstureyðingar Írlandi. Náttúran á Tenerife.
Sveinn Margeirsson forstjóri Matís: Matvælalandið Ísland: Samkeppnisforskot á grunni ábyrgðar og upplýsingagjafar. Ása Björk Ólafsdóttir O´Hanlon prestur í Biskupakirkjunni á Írlandi: Ástæður og aðdragandi kosninganna á Írlandi um afnám banns við fóstureyðingum. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Umhverfispistill um náttúruna á Tenerife.
↧
Rússneska. Hélumosi. Táknastaðlar
Ingibjörg Hafstað: Kýrillíska letrið gæti vafist fyrir mörgum Rússlandsfaranum og því býður IOngibjörg uppá námskeið í þeim fræðum. Einnig er rætt við hana um íslenskukennslu fyrir útlendinga sem hún hefur haldið úti árum saman. Ólafur S Andrésson prófessor í erfðafræði: Hann segir frá fyrirhugaðri rannsókn á áhrifum hlýnunar á gróður á norðurslóðum þar sem hálendislífveran hélumosi er í aðalhlutverki. Vera Illugadóttir: Í næstu viku verða kynntir til sögunnar nýir staðlar í hinum stafræna heimi sem m.a. taka til tákna sem notuð eru í hinum ýmsu samskiptamiðlum.
↧
↧
Afbrot, heimilisfræði, málfar og stökkbreyttar bakteríur
Helgi Gunnlaugsson, félagsfræðingur og afbrotafræðingur: Afbrot og íslensk samfélag Theódóra Jóna heimilifræðikennari í Melaskóla: Rætt um heimilisfræði sem fag, hvernig gangi að kenna það og hver ávinningur nemenda er. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir, vísindaspjall: stökkbreyttar bakteríur og kynsjúkdómar
↧
Fatasöfnun. Samfélagsábyrgð. Sádar og Katarar
Gísli Gunnarsson sendibílstjóri og Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri: Farið í bílferð í fatasöfnun Rauðakrossins og fylgst með störfum við flokkunarfæribandið. Ketill Berg Magnússon framkv.stj. Festu: Landsbankinn hlaut fyrstu viðurkenningu hérlendis fyrir sérstaka samfélagsskýrslu. Rætt um gildi þess og hversu mikilvæg samfélagsábyrgð er t.d. í viðskiptaheiminum. Friðrik Páll Jónsson: Ár er liðið frá því að Sádi-Arabar lokuðu landamærunum að Katar. Deilan stendur enn og engin lausn í sjónmáli. Stjórnvöld í Riyadh saka furstadæmið um stuðning við hryðjuverkasamtök og krefjast þess að það hætti öllum samskiptum við Írana.
↧
Tekjutenging, umhverfismat, málfar og heimsmarkmið
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar: endurreikningur tekjutengdra greiðsla Jakob Gunnarsson sviðstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun: aðferðafræði og greiningartæki í umhverfismati Málfarsmínúta Vera Knútsdóttir Félagi Sameinuðu þjóðanna og Bergsteinn Jónsson Unicef: heimsmarkmið og þróunarhjálp
↧
Líffæragjafir. Leigjendaaðstoð. Dagur Umhverfis
Runólfur Pálsson umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans: Í gær var samþykkt á Alþingi lagabreyting þar sem framvegis verður miðað við ætlað samþykki látins einstaklings fyrir líffæragjöf.Rætt við Runólf um hverju lagasetning breyti og um þróun á sviði líffæragjafa- og ígræðslna. Einar Einarsson lögfr. Neytendasamtökunum: Leigjendum sem leita til Leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna fjölgar jafnt og þétt og mörg málanna eru erfið og þung. Neytendasamtökin segja fjárframlag stjórnvalda til þjónustunnar þurfi að hækka til að unnt sé að sinna henni. Stefán Gíslason: Í umhverfispistli fjallar Stefán um alþjóðlegan dag umhverfisins sem haldinn er hátíðlegur 5 júní ár hvert. Þó ekki af Ísleningum sem hafa sinn eigin umhverfisdag. En á degi umhverfisins lýstu Indverjar því yfir að einnota plasti yrði útrýmt ar í landi árið 2022.
↧
↧
Starf fulltrúa í sveitarstjórnum, kolefnisjöfnun, leiðtogafundir.
Áslaug Friðriksdóttir, fv borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Ása Richardsdóttir, fv bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og Karl Sigurðsson, fv borgarfulltrúi Besta flokksins í Reykjavík: Sveitarstjórnarkosningar eru afstaðnar og meirihlutar hafa verið myndaðir eða eru í burðarliðnum. Fjöldi manns tekur sæti í sveitarstjórn, sumir reynslumiklir aðrir alveg nýjir. Í Samfélaginu var rýnt í þetta starf, að vera fulltrúi í stjórn sinnar heimabyggðar og rætt við þrjár manneskjur sem hafa sinnt þessari vinnu. Rætt var um eðli starfsins, áskoaranir, væntingar og vonbrigði og góð ráð og veganesti fengin. Birna Sigrún Hallsdóttir umhverfisverkfræðingur: Kolefnisjöfnun landsliðsins Vera Illugadóttir ræðir um hvað ber að varast á opinberum fundum þjóðarleiðtoga.
↧
Friðlýsingar. Bálfarir. Vítamín
Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri UST: Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur kynnti áform um átak í friðlýsingum sem fylgja mun aukið fjárframlag. Sigrún fer yfir ýmis nýmæli í áformum um friðlýsingar svo sem að meta hagræn áhrif og auka samstarf við landeigendur og bændur. Pistill um bálfarir og sögu Bálfarafélagsins og í kjölfarið rætt við Þórstein Ragnsrsson forstjóra Kirkjugarðanna um bálfarir og bága stöðu kirkjugarðanna. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli þennan mánudag ræðir Edda um stóra samantekt á rannsóknum um áhrif töku vítamíntaflna og ýmissa steinefna á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Niðurstaðan er að ef um heilbrigðan einstakling er að ræða virðast slíkar pillur engin áhrif hafa á þá áhættu.
↧
Trumpsjó, lýðheilsuvísar og fótboltabullur.
Andrés Jónsson, almannatengill: Donald Trump og "sjóið". Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá landlæknisembættinu: Lýðheilsuvísar Friðrik Páll Jónsson: Fótboltabullur, Rússland og HM.
↧