Hörður Ágústsson: Í tilefni af tilkynningu um að til standi að hefja aftur framleiðslu á Nokia 3310 er spurt í Samfélaginu: Hvað veldur því að eftirspurn eftir gömlum einföldum farsímum hefur aukist.
Kristinn R Þórisson hjá Vitvélastofnun Íslands: Rætt við hann um siðareglur á sviði gervigreindar en nýlega komu saman í Kaliforniu vísinda- og fræðimenn víða að og settu saman 23 meginreglur á þessu sviði . Þær taka til rannsókna, siðfræði, gildismats og hagfræði.
Fjallað um stórtækar hugmyndir um hvernig hægt er að bregðast við því að ísbreiðan á Norðurheimskautssvæðinu rýrnar með áður óþekktum hraða. Ísbreiðan hefur aldrei mælst eins lítil í janúar síðan mælingar með gervihnöttum hófust fyrir 38 árum.
↧