Pétur Henry Petersen, prófessor í taugalíffærafræði við Háskóla Íslands: Í vísindaspjalli hér í Samfélaginu á dögunum sagði hún frá erlendri rannsókn á parkinsonsjúkdóminum þar sem til rannsóknar voru heilar sem fólk hafði gefið til rannsókna að sér látnu. Við fórum að velta fyrir okkur hvort þetta væri hægt hér; þ.e.a.s. að gefa líkama sinn og líffæri í þágu vísindanna. Pétur Henry ætlar að ræða við okkur aðeins um hvernig rannsóknum á líffærum, vefjum og lífsýnum er háttað og ætli við spyrjum hann ekki líka sérstaklega út í mannsheilann sem er hans sérsvið. Evelyn Bunter: Við skoðum áfram áhugaverð lokaverkefni í háskóla og að þessu sinni kíkjum við á meistaraverkefni í umhverfis? og auðlindafræði við HÍ um verndarsvæðin í hafi við Ísland. Evelyn, sem vann verkefnið varð afar hissa þegar hún kafaði ofan í málið og áttaði sig á hversu lítið af hafsvæði Íslands er undir formlegri vernd. Ísland er langt frá því að standa við sínar skuldbindingar tengdum þróunarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna. Evelyn segir okkur betur frá stöðunni í þættinum, hvers vegna vernda þurfi hafið, hvað felist í því og hvað sé mögulega að koma í veg fyrir að það sér gert. Ruslarabb um spreybrúsa. Stefán Gíslason með umhverfispistil.
↧