Quantcast
Channel: Samfélagið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121

Mengandi mannvirki, sjálfbærniskýrsla og sparnaður til efri áranna

$
0
0
Sigríður Ósk Bjarnadóttir dósent við Háskóla Íslands í umhverfis- og byggingaverkfræði: Það er talið að mannvirkjageirinn losi um 30-40% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Hér á landi hefur Mannvirkjastofnun metið það sem svo að árleg losun bygginga reiknað í koltvísýringsígildum, sé um 360 þúsund tonn. Í dag var kynntur vegvísir eða aðgerðaáætlun til að draga úr losun í byggingariðnaði. Sigríður fór yfir tillögurnar og aðgerðirnar sem koma þar fram. Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar hvatningarverðlauna um sjálfbærniskýrslu ársins 2022 og Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu- miðstöð um sjálfbærni: Sjálfbærniskýrsla ársins var valin í vikunni en fyrirtæki, stofnanir, lífeyrissjóðir og sveitarfélög gefa frá sér upplýsingar sem snúa að sjálfbærni á ábyrgan og gagnsæjan hátt, þannig að almenningur og markaðurinn hafi tök á að vera upplýstur um þá aðila sem þau eiga viðskipti við á einn eða annan hátt. Úlf Níelsson prófessor í Viðskiptafræði: Fólki eldra en 65 ára hér á landi hefur fjölgað um 70% frá aldamótum og sú þróun mun halda áfram. Þá er mikilvægt að huga að sparnaði til efri áranna - þar eru líffeyrissjóðir vissulega í lykilhlutverki en hvað annað er mikilvægt að hafa í huga og eru Íslendingar almennt í aðstöðu til að leggja fyrir og búa sig undir gott líf eftir vinnu? Úlf hefur rannsakað þessi mál og borið Ísland saman við önnur lönd.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121