Sitt sýnist hverjum um nýjan keppningsbúning sem Knattspyrnusamband Íslands kynnti á dögunum. Viðbrögð netverja voru flest afar neikvæð. En það er eitt að hafa skoðun á hlutunum og annað að hafa vit á þeim, og hér í Samfélaginu tökum við slíka hluti alvarlega og ákváðum að komast til botns í þessu máli. Í þættinum í dag fáum við því til okkar þá Guðmund Jörundsson fatahönnuð og Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann til að fara í saumana á nýju treyjunni. VIð hugum líka að öðru: Skólaslit eru á næsta leiti, ferðatakmörkunum hefur verið aflétt og góða veðrið þegar látið gert vart við sig. Það er kominn tími á sumarfrí en áður en lagt er af stað er að mörgu að huga. Snorri Rafn Hallsson tók upp símann og kannaði hvernig fara skal að til að gera fríið sem best - og ræddi við fjölda sérfræðinga sem gefa okkur mörg góð ráð - Rætt er við Svölu Guðmundsdóttur, Ragnheiði Kristínu Björnsdóttur, Maríu Björg Tamimi, Villa Goða og Tómas Ævar Ólafsson. Málfarsmínútan Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ með pistil um hljóðheim Norðurskautsins.
↧