Quantcast
Channel: Samfélagið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121

Aðstandendur í ofbeldi, Hringrásarsafnið, málfar og H-dagurinn

$
0
0
Diljá Ámundadóttir, sálgætir: Mörg finna sig í mikill klemmu þegar einhver þeim tengdur er ásakaður um ofbeldi, eða þegar einhver nákominn verður fyrir ofbeldi. Það myndast togstreita, á að taka afstöðu, sýna hlutekningu og hvernig þá? Er kannski betra að segja ekkert, þagga niður og þegja, láta eins ekkert hafi gerst? Hvað er meðvirkni og hvað er stuðningur? Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir deildarstjóri: Heimsókn í Borgarbókasafnið í Grófarhúsinu í Reykjavík þar sem komið hefur verið upp Hringrásarsafni - en þar má t.d. fá lánaðan myndvarpa, heftibyssu, háþrýstidælu, borvél, garðverkfæri, útilegudót? ísvél. Hringrásarsafnið er tilraunaverkefni í samstarfi við Munasafnið RVK Tool Library. Við skoðum þetta á eftir og forvitnumst líka um fyrirhugaðar breytingar á Grófarhúsinu. Málfarsmínúta úr smiðju Guðrúnar Línberg Guðjónsdóttur. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV: litið aftur til ársins 1968, til H dagsins svokallaða - þegar umferð á Íslandi var færð af vinstri akgrein yfir á þá hægri og fréttafólk útvarpsins fylgdist vel með þessum sögulega atburði.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121