Leifur Hauksson, útvarpsmaður, sem hafði umsjón með samfélaginu í áraraðir verður í dag borinn til grafar. Hann lést 22. apríl. Síðari hluti þáttarins er helgaður minningu hans. Rætt við Hrafnhildi Halldórsdóttur, Magnús R. Einarsson, Stefán Jón Hafstein, Þóru Arnórsdóttur, Þórhildi Ólafsdóttur, Lísu Pálsdóttur, Veru Illugadóttur og Björn Þór Sigbjörnsson. Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Guðrúnar Línberg Guðjónsdóttur. Ruslarabb - Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu. Við heimsækjum seglskútu í Gautaborg í Svíþjóð , en um borð í henni á heima íslenskur verkfræðinemi, Karl Birkir Flosason. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir ræðir við hann.
↧