Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans: Það er í mörg horn að líta í ferðaþjónustu hér á landi nú þegar heimsfaraldrinum er lokið og tími til kominn að taka á nýjan leik á móti þeim aragrúa ferðamanna sem hingað leggja leið sína. Ferðaklasinn er vettvangur sem leitast við að tengja fólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu og þar á bæ er mikið hugsað um það sem kallað er ábyrg ferðaþjónusta. Nágrannaerjur á Kjalarnesi hafa vakið athygli meðal annars vegna þess að þar kom fyrirbærið níðstöng við sögu. Níðstöng er semsagt tréstöng með afskornum hrosshaus á toppnum og á að kasta bölvun yfir þau sem hún er reist gegn. En - hvernig reddar maður hrosshaus? Þessi spurning sótti svo á okkur umsjónarfólk Samfélagsins að við ákváðum að hringja nokkur símtöl og athuga hvort við gætum fundið út úr þessu. Julie Encausse, framkvæmdastjóri Marea og Svavar Halldórsson, markaðsstjóri Algalífs: Lífplasthúð úr þörungahrati - hvað í ósköpunum er það? Og hvernig nýtist hún til að draga úr plastnotkun, minnka matarsóun og auka geymsluþol matvæla?
↧