Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðikennari á Kleppjárnsreykjum, Grunnaskóla Borgarfjarðar: Það hafa verið fjörugar umræður á samfélagsmiðlum, í greinaskrifum og svo í gær í Kastljósi, þar sem fjallað er um kynfræðslu ungmenna. Er kynfræðsla almennt kennd í skólum, hverjir kenna hana og hvernig. Þóra þekkir stöðuna og fagið vel enda hefur hún kennt öðrum að kenna. Arndís Bergsdóttir, doktor í safnafræði: ROCS-rannsóknarsetrið er rannsóknarsetur um haf, loftslag og samfélag sem kennt er við Margréti danadrottingu og Vigdísi Finnbogadóttur. Þverfræðilegur hópur vísindafólks á þeirra vegum hélt síðasta sumar í leiðangur um borð í Árna Friðrikssyni, rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar, þar sem safnað var sýnum úr setlögum sjávarbotnsins. Með nýrri tækni er nú hægt að greina veðurfar þúsund ár aftur í tímann með nákvæmari hætti. Málfarsmínúta Nú þegar hætt er að gjósa og ferðamennirnir eru færri en ella heyrum við í augnablikinu aðeins minna af störfum björgunarsveitanna. Tíðindi bárust þó nýlega að vestan af frækilegu hundabjörgunarafreki sem krafðist meðal annars ísklifurs. Þessar fréttir kveiktu þá hugmynd að kynna okkur betur inntökuferlið og þjálfunina sem krefst til þess að verða gjaldgengur í björgunarsveit. Við fáum til okkar Kristjönu Ósk Birgisdóttur og Rögnu Láru Ellertsdóttur, nýliðaþjálfara hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til að fræða okkur um þetta.
↧