Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara ræðir um sundkennslu en skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Um ræðir ákveðinn sveigjanleika í aðalnámskrá grunnskólanna sem sumir skólar hafa þegar nýtt sér í einhvern tíma en hugsanlega er þetta merki um víðtækari breytingar. Sund hefur verið lögbundið skyldufag í grunnskólum síðan 1936 og að vissu leyti samofin ímynd þjóðarinnar en í seinni tíð hefur reglulega verið kallað eftir breytingum þar sem margir nemendur upplifa vanlíðan í skólasundi, sérstaklega á eldri stigum. Haraldur Briem fv sóttvarnarlæknir heimsóttur og rætt við hann um ástandið, Covid 19 veiruna og bólusetningar, sögu þeirra og helstu áfanga Málfarsmínúta
↧