Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu: það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að afsláttardagar hafa tekið mikið pláss síðustu vikurnar, aðdragandi jólaverslunarinnar er langur ? en geta neytendur treyst því að afslættirnir séu raunverulegir? Hrafnhildur Sigmarsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði: Gaslýsing, hvað er það, hvernig lýsir það sér og hvaðan kemur orðið? Málfarsmínúta Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Steinunn Jakobsdóttir, kynningastjóri UNICEF: Ríkustu þjóðir heims hafa fengið fimmtán sinnum fleiri skammta af bóluefnum við Covid-19 á hvern íbúa heldur en fátækari ríkin. Á meðan ekki er búið að bólusetja fleiri í fátækari ríkjum heims má búast við að heimsbyggðin verði í stöðugu kapphlaupi við ný afbrigði veirunnar
↧