Alexander Richter, framkvæmdastjóri Orkuklasa Íslands og íslenska jarðvarmaklasans: Stærsti jarðhitaviðburður heims fer nú fram í Hörpu ? ráðstefna sem er haldin á nokkurra ára fresti en nú í fyrsta sinn á Íslandi. Rætt um hvaða hlutverki og hversu stóru jarðvarmi getur gengt í orkuskiptum og við kyndingu hýbýla, hversu langt ýmis lönd eru komin með nýtingu jarðvarma, sérstaklega á láhitasvæðum, tækniframfarir og áskoranir. Sigþrúður Guðmundsdóttir hjá Kvennaathvarfinu: nýverið flutti athvarfið í nýtt húsnæði sem tekur betur utan um þarfir þeirra kvenna og barna sem þangað leita. Húsið var heimsótt og skoðað. Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil.
↧