Quantcast
Channel: Samfélagið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121

Kynferðisofbeldi í stríði, græn umskipti og loftlagsráðstefna SÞ

$
0
0
Í dag fer fram málþing á vegum UN Women um kynferðisofbeldi í stríði en nauðgunum hefur í auknum mæli verið beitt sem stríðsvopni víða um heim. Við töluðum við Írisi Björgu Kristjánsdóttur, sérfræðing í friðar, öryggis- og mannúðarmálum hjá svæðisskrifstofu UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, en hún tekur þátt í pallborðsumræðum á málþinginu í dag. Allt sem við gerum þarf að verða umhverfisvænna, okkar eigin hegðun sem og atvinnulífið, þetta eru nauðsynleg græn umskipti. En græn umskipti þurfa líka að vera réttlát; það þýðir ekki að loka mengandi verksmiðjum, sem kannski heilu bæjarfélögin sækja vinnu til og taka engan þátt í að byggja upp eitthvað annað í staðinn. Rætt við Önnu Karlsdóttur, rannsóknarstjóra hjá Norræni rannsóknarstofnun, norðurslóðasérfræðingur í landsbyggðarmálum Norðurlandanna um þessi mál sem og önnur rannsóknarefni á hennar borði. Stefán Gíslason flytur svo umhverfispistilinn fjallar meðal annars um hvaða framtíð gæti beðið okkar að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í lok október. Það fer allt eftir markmiðum - og efndum...

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121