Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun og Katrín Karlsdóttir, MSc í skipulagsverkfræði og umhverfissálfræði: lýðheilsa og græn svæði í þéttbýli. Rannsóknir syna að græn svæði og ósnortin náttúra hefur jákvæð áhrif á líðan fólks, getur dregið úr streitu og kvíða, vöðvaspennu og fleira. Jóhannes og Katrín flytja erindi á málþingi um þetta og þekkja vel til. Sigrúnu Kristjánsdóttur, nýráðin sýniningastjóra Árnastofnunar: Hafinn er vinna við að undirbúa sýningu á íslensku fornritunum sem verður opnuð um leið og Hús íslenskunnar árið 2023. Fjallað um að hverju þarf að huga þegar sett er upp sýning á þessum íslensku þjóðargersemum Árný Helga Reynisdóttir: í fréttum var fjallað um að liturinn gulur sem er ríkjandi á Kleppi hafi vond áhrif á sjúklinga þar. Rætt við Árnýju um áhrif lita á líðan og bata.
↧