Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi og ljósmyndara í Sýrnesi í Aðaldal: Rætt við Ragnar um sauðkindina og fegurð ungviðis þess, en Ragnar tekur myndir af lömbum og gefur út sérstakt lambadagatal. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur: María tekur þátt í rannsókn á áhrifum upplýsingaóreiðu á kosningar. Nýskeði atburðir í Bandaríkjunum eru lýsandi dæmi og gefur tilefni til enn frekari rannsókna og viðbragða almennings og yfirvalda. Vala Húnbogadóttir: Vala stofnaði ásamt fleirum Fjallastelpur, síðu á Facebook sem fjallar um útivist og lífstílin sem fylgir.
↧