Ólafur Karl Nielssen, fuglafræðingur og formaður Fuglaverndar: Rætt um smáfuglana í borginni, og um rjúpuna. Veiðistofn rjúpu er nú einn sá minnsti síðan mælingar hófust árið 1995, og hefur fuglavernd bent neytendum á að kannski sé komin tími á að gefa jólarjúpunni jólafrí í ár. Sveinn Aðalsteinsson framkv.stjóri Orkideu: Orkidea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi og snýst um uppbyggingu orkutengdra tækifæra framtíðarinnar á Suðurlandi, til dæmis við matvælaframleiðslu og líftækni og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Vera Illugadóttir: Vera segir frá einni þeirra fjölmörgu kosninga sem fram fóru í Bandaríkjunum. Þetta er kosning bæjarstjóra í í smábæ og er sá franskættaður bolabítur. Hundar sitja alltaf í þessum stól í í Rabbit Hash.
↧