Jón Jónsson þjóðfræðingur: Strandabyggð hóf þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir um síðustu áramót. Nú er blásið til tveggja daga íbúaþings þar sem heimamönnum gefst kostur á að koma með hugmyndir og ræða hvernig hægt er að efla samfélagið í Strandabyggð. Oddný Kristjánsdóttui klæðskeri: Oddný er sérfræðingur í íslenska þjóðbúningnum en þessutan heldur hún sérstök námskeið í gerð lausavasa, en lausavasinn var fagurlega skreyttur vasi sem konur af öllum stéttum báru innanklæða til að geyma sínar helstu nauðsynjar. Málfarsmínútan fjallar um fluguna ediksgerlu. Vera Illugadóttir: Vera segir frá löngu tímabæru saurláti japönsku risajafnfætlunnar
↧