Erling Ólafsson skordýrafræðingur: Skordýrin eru vorboðar ekki síður en farfuglar. Rætt um hinar ýmsu tegundir s.s. humlur, lúsmý og köngulær. Breki Karlsson form. Neytendasamtakanna: Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir því að stöðvuð verði innheimta fyrir smálánafyrirtækin enda séu lánin ólögmæt. Samtökin fóru fram á lögbann en því var hnekkt ,að því er virðist vegna klúðurs í reglusetningum. Innheimtan heldur því áfram. Stefán Gíslason: í í umhverfisspjalli errætt um mikilvægi þess að í uppbyggingunni eftir kórónufaraldurinn verði ekki haldið áfram á sömu braut og áður heldur teknar upp grænni áherslur.
↧