Helgi Gíslason framkv.stjóri Skógræktarfélags Rvk: Heiðmörkin er 70 ára í ár. Afmælisdagskráin er í uppnámi en fólk flykkist hins vegar í Heiðmörkina sem aldrei fyrr undanfarnar vikur. Helgi segir líka frá nýjum stíg í Esjuhlíðum og verklefnum starfsmanna Heiðmerkur. Sveinn Þorgeirsson íþróttafræðingur: Fjallað er um hreyfingu á tímum Covid, þegar skipulögðum æfingum og mótum sleppir, hvernig viðheldur bæði afreksíþróttafólk og almenningur árangri sínum? Friðrik Páll: Hálft ár er til forsetakosninga í Bandaríkjunum. -Kosningabaráttan hefur horfið í skuggann af kórónafaraldrinum, en það kann að breytast fljótlega, þegar byrjað verður að rýmka reglur um lokanir
↧