Árni Bragason landgræðslustjóri: Endurheimt votlendis var í fyrra meiri en það land sem ræst var fram. Landgræðslan hefur gert rannsóknir á þeim mikla breytileika sem er í losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi. Guðríður K Þórðardóttir sérfræðingur í hjúkrun: Hún og kollegar hennar hafa sent fólki hvatningu um að eiga samræður um það óvænta og erfiða í lífinu eins og alvarleg veikindi og dauðann. Friðrik Páll: Hvað gerist þegar einangrun vegna kórónaveirunnar lýkur? Er hægt að sameina það að bjarga sem flestum mannslífum, og færa þjóðlífið í eðlilegt horf? Þessi vandi blasir nú við stjórnvöldum um allan heim, og engin einföld svör.
↧