Björg Helgadóttir verkefnisstjóri Reykjavíkurborg: Síðan samkomubann hófst hefur dregið úr umferð um 25-30 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Björg fer yfir helstu tölur úr nýjustu umferðartalningu. Ragnar Grímur Bjarnason læknir Barnaspítala Hringsins: Viðbrögð við Covid 19 og afleiðingar fyrir starfsemi spítalans. Friðrik Páll: Milljónir manna hafa þegar misst vinnuna og milljónir missa hana á næstu vikum og mánuðum. Samdráttur er í efnahagslífi heimsins, en hvenær land rís á ný veit enginn.Það fer eftir því hversu fljótt tekst að útrýma veirunni, hugsanlega strax í sumar, en mögulega ekki fyrr en um næstu áramót, jafnvel ekki fyrr en á næsta ári.
↧