Karl G Kristinsson, Ólafía Fannhvít Grétarsdóttir, Máney Sveinsdóttir, starfsfólk sýkla-og veirufræðideildar Lsp.: Farið í heimsókn á deildina og forvitnast um hvernig greiningarvinnan á sýnum vegna COVID 19 fer fram. Marianna Clara Lúthersdóttir: "Vá- Bækur, lesendur þeirra og allt hið voðalega í heiminum" er yfirskrift málþings um barna og unglingabókmenntir þar sem fjallað er um birtingarmyndir erfiðra viðfangsefna samtímans í bókmenntum fyrir ungmenni. Friðrik Páll: Hvað verður um Julian Assange, stofnanda Wikileaks? Í byrjun síðustu viku tók dómstóll í Bretlandi til meðferðar kröfu bandarískra stjórnvalda um að hann verði framseldur til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér að verða dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Ef svo fer skerðist tjáningarfrelsi fjölmiðla og rannsóknarblaðamönnum verður hætta búin
↧