Thor Aspelund prófessor í líftölfræði og Jóhanna Jakobsdóttir lektor í líftölfræði: Bæði eru þau í því teymi H.Í. sem hefur þróað spálíkanið vegna Covid 19. Rætt er um gildi líkansins og hvernig það virkar. Helga Atladóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Landakoti: Starfsfólk öldrunardeildarinnar hafið söfnun fyrir spjaldtölvum á karolinafund svo skjólstæðingar þeirra geti haft samband við sína nánustu daglega. Friðrik Páll Jónsson: Víða hafa stjórnvöld verið of sein á sér að bregðast við veirufaraldrinum. Útbreiðsla veirunnar í rómönsku Ameríku er nú einna hröðust í Brasilíu.
↧