Einar Hlér Einarson arkitekt: Í vikunni var nokkrum styrkjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, en styrkjunum er ætlað að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða um allt land. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut hugmynd að útsýnispalli í 600 metra hæð. Einar er einn af hugmyndasmiðunum að baki pallsins. Þórir Einarsson Long lækisfræðikandídat og Guðrún Höskuldsdóttir BS-nemi í verkfræðilegri eðlisfræði við HÍ: Þau voru valin úr stórum hópi ungra vísindamanna víða um heim til þess að sækja vikulanga dagskrá með hátt í 70 Nóbelsverðlaunahöfum í Þýskalandi í sumar. Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafnsins: Náttúruminjasafnið setur nú upp sýninguí framhaldi af nýlegri rannsókn á rostungum við Ísland, líffræði þeirra , afurðanýtingu og afdrifum.
↧