Jón Ásgeir H Þorvaldsson frá Orkustofnun: Endurnýjanlegt eldsneyti á Íslandi árið 2018. Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Orkeyjar: Framleiðsla á lífdísilolíu úr steikingarolíu frá veitingastöðum og heimahúsum. Erlendur Ingvarsson sauðfjárbóndi á Skarði í Landsveit: Á Skarði er rekið eitt stærsta sauðfjárbú Suðurlands. Þar er nú þurrkur eins og víða á Suður- og Vesturlandi. Erlendur segir að gott veður hjálpi til, en óttast að í hitanum í vikunni fari túnin að brenna. Friðrik Páll Jónsson: Margir gera sér ekki enn grein fyrir muninum á veðurspám og loftslagsspám. Þeir sem efast um loftslagsbreytingar segja: „Veðurfræðingar geta ekki sagt fyrir um veður eftir tíu daga, hvernig geta þeir þá sagt eitthvað um hitastig eftir hundrað ár?" Þessu tvennu er oft ruglað saman, og það veldur misskilningi og óþarfa deilum.
↧