Pétur Ármannsson arkitekt: "Skipulag og hönnun íbúðarhúsnæðis eru reynsluvísindi" segir Pétur Ármannsson arkitekt en rætt er við hann um hvaða lærdóm megi draga af byggingarsögu okkar um hagkvæmt húsnæði og húsnæðisúrræði. Anna Marsibil Clausen: Ein af hverjum þremur konum á heimsvísu verður fyrir kynbundnu ofbeldi á sinni lífsleið. Þessi staðreynd, og viðbrögð við henni, var til umfjöllunar á ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Indlandi nú í desember. Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli í dag fer Edda yfir nokkur viðfangsefna síðasta árs.
↧