Hulda Líney Magnúsdóttir og Ragnheiður Gísladóttir Mánabergi, vistheimili barna: Vistheimili hverskonar eru oft umdeild innan íbúðabyggðar en nýverið lýsti hluti íbúa Norðlingaholts sig í andstöðu við vistheimili fyrir börn sem átti að opna í hverfinu. Samfélagið heimsækir vistheimili í Laugardalnum og kynnir sér starfsemina þar. Höskuldur Þráinsson: Höskuldur er einn þriggja ritsjóra bókarinnar Sigurtunga sem er safn greina um rannsóknir á erfðamálinu vesturíslensku og menningu og sögu fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi. Skarphéðinn Þórisson, Náttúrustofu Ásuturlands: Rætt við Skarphéðinn um nýja skýrslu þar sem segir að stofnar villtra hreindýra á norðurheimskautssvæðum hafi minnkað um helming á tveimur áratugum.
↧