Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna: Hvernig er verðskynjun Íslendinga? Áttar fólk sig á raunvirði hluta þegar endalaus tilboð og afslættir ráða för í íslenskum verslunum? Valur Klemensson, Isavia, Anna Margrét Björnsdóttir, Samgöngustofu og Þórður Þorsteinsson, Verkís: Á hádegisfyrirlestri Orkustofnunnar og Grænu orkunnar ræddu þau þrjú um orkuskipti í fluggeiranum og þá ekki bara í flugvélum heldur líka öllum þeim tækjum sem þjónusta flugið á flugvöllum. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Í umhverfispistli dagsins fjallar Hanna um suðurskautslandið og beinir sjónum sínum sérstaklega að mosa.
↧