Quantcast
Channel: Samfélagið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121

Sorg, loðna og loftslagsbreytingar, brúnrottufrítt fylki

$
0
0
Arnar Sveinn Geirsson og Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur og sorgarráðgjafi: Arnar segir frá því hvernig hann tók dauða móður sinnar, þá 11 ára og hvernig hann hefur á síðustu 15 árum unnið úr þeim atburði. Arnar skrifaði nýverið grein þar sem hann greindi frá því að lengi vel hafi hann bælt þær tilfinningar sem fylgdu fráfalli henna, en finni nú hversu mikilvægt það er að leyfa tilfinningum að koma fram og takast á við þær. Björn Birnir prófessor við University of California: Hvað geta loðnugöngur sagt okkur um hitabreytingar sjávar og loftslagsbreytingar? Björn segir frá rannsóknum og rannsóknarlíkönum sem hann og fleiri hafa verið að þróa. Breytingarnar á göngum loðnustofnanna verða notaðar til að reikna hitabreytinguna í Íshafinu. Það getur gefið til kynna hversu hratt hitinn eykst í Norðurhöfum og hversu hratt Grænlandsjökull gæti bráðnað sem mundi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir loftslag á norðurhveli. Vera Illugadóttir: Alberta fylkið í Kanada er brúnrottufrítt og hefur verið áratugum saman. Þetta er einn fárra staða á byggðu bóli sem getur státað af því.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3121