Arnheiður Jóhannsdóttir framkv.stjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands: Það hægir á fjölgun ferðamanna til landsins. Eru ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi farin að laga sig að því? Sigríður Ásgeirsdóttir menningarfræðingur: Sigríður rekur hvernig þróun fataiðnaðarins hefur verið háttað og hvað áhrif hann hefur á fólk og umhverfi. Friðrik Páll: Mikil fundahöld um allan heim vegna viðskiptadeilna Bandaríkjastjórnar við Kína, Evrópu og fleiri ríki. Harka hefur færst í deilurnar síðustu vikur, og er ekki síst mikil reiði í Evrópu vegna viðskiptabanns sem Bandaríkjastjórn ætlar að setja á evrópsk fyrirtæki sem stunda viðskipti við Íran.
↧