Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir Reykvíkingur ársins 2015 segir frá því hvernig flokkun sorps var innleidd í blokkinni í Kóngsbakka í neðra Breiðholti. Talað við Magnús Jensson talsmann samtaka um bíllausa borg um breytingar á strætóleiðum og fleira. Rætt við Þórunni H. Sveinbjörnsdóttur formann Félags eldri borgara í Reykjavík, um málefni hinna eldri. Stefán Gíslason fjallar um bréf Frans páfa sem birtist nýlega þar sem hann hvetur til úrræða til að vernda jörðina og berjast gegn hlýnun jarðar.
↧