Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA og Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans: Rætt um um iðnám, stöðu þess og framtíð, en færri komast að en vilja í iðnám þessi misserin sem er breyting frá því sem áður var. Jóhannes Skúlason framkvst. SAF og Jón Gestur Ólafsson já Höldi, bílaleigu Akureyrar: Aðgerðaráætlun í loftrslagsmálum og bílaleigur. Rætt hversu stór hlutur bílaleiga er í bílaflotanum, hvaða máli skiptir samsetning bílaflota þeirra og hvernig orkuskipti horfa við við bílaleigum og ferðaþjónustunni. Friðrik Páll: fjallað um pólitík í Evrópu, en hefðbundnir evrópskir flokkar hafa misst marga kjósendur yfir til popúlistaflokka. Hefðbundnu flokkarnir hafa þótt seinir til að bregðast við, en það er smám saman að breytast.
↧